Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 21. október 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Torfi Karl í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Torfi fagnar marki með Víkingi Ólafsvík árið 2012.
Torfi fagnar marki með Víkingi Ólafsvík árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ólafsvík hefur fengið miðjumanninn Torfa Karl Ólafsson í sínar raðir frá KR.

Hinn 22 ára gamli Torfi þekkir til í Ólafsvík en hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 1. deildinni sumarið 2012.

Sumarið 2013 var Torfi Karl hjá uppeldisfélagi sínu KR en kom lítið við sögu.

Síðastliðinn vetur sleit Torfi Karl krossband í leik með KR og hann var því ekkert með í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner