Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. október 2014 15:02
Elvar Geir Magnússon
Viktor Bjarki sá fimmti til að yfirgefa Fram
Viktor Bjarki í leik á Laugardalsvelli.
Viktor Bjarki í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Viktor Bjarki Arnarsson er fimmti leikmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni. Frá þessu er greint á Vísi.

Þessi reyndi miðjumaður gekk í raðir Fram frá KR 2012 en hann hefur sagt upp samningi sínum. Viktor hefur áður leikið fyrir KR, Fylki og uppeldisfélagið Víking í Reykjavík.

Hann var valinn leikmaður ársins 2006.

Áður höfðu Hafsteinn Briem, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnþór Ari Atlason og Guðmundur Magnússon yfirgefið bláliða.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner