Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. október 2016 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Ajax Daily 
Ágúst Eðvald á lista yfir leikmenn sem Ajax á að skoða
Þessi strákur gæti gert stóra hluti í framtíðinni
Þessi strákur gæti gert stóra hluti í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Afar áhugaverð grein var fyrir nokkru birt á síðu sem ber nafnið ajaxdaily.com, en þar var birtur listi með nokkrum ungum leikmönnum sem hollenska stórliðið Ajax á að skoða með það í huga að kaupa.

Það er til nóg af peningum hjá Ajax eftir söluna á Arkadiusz Milik í sumar og talið er að eitthvað af þeim peningnum muni fara í kaup á ungum leikmönnum.

Í þessari grein eru fimm leikmenn nefndir, en þar á meðal er 16 ára gamall strákur úr Breiðblik sem kannski einhverjir kannast við, hann Ágúst Eðvald Hlynsson.

Þetta ætti að vera mjög mikil viðurkenning fyrir Ágúst Eðvald, en þeir hjá Ajax eru þekktir fyrir það að breyta ungum strákum í ofurstjörnur.

Ágúst kom fyrst fram á sjónarsviðið í sumar, en hann náði meðal annars þeim áfanga að verða yngsti markaskorari í sögu meistaraflokks hjá Breiðablik og þá varð hann einnig fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila í Evrópudeildinni.

„Hugurinn stefnir út en hvenær það verður kemur í ljós. Hvort það verði í sumar eða seinna," sagði Ágúst í viðtali við Fótbolta.net í sumar.

Smelltu hér til að lesa greinina, en þar er meðal annars talað um það að Ágúst Eðvald sé "óslípaður demantur" sem gæti orðið frábær leikmaður, fái hann tækifæri til þess að æfa við einar bestu aðstæður í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner