Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. október 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellerin ætlar ekki að svara ef Barcelona hringir
Bellerin er ánægður með lífið hjá Arsenal
Bellerin er ánægður með lífið hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Hector Bellerin, bakvörður Arsenal, ætlar ekki að svara símanum ef Barcelona hringir í framtíðinni, hann kveðst ánægður hjá Arsenal.

Frá þessu greindi spænski bakvörðurinn er hann svaraði spurningum sem stuðningsmenn komu með fyrir hann.

Bellerin er uppalinn hjá spænska stórliðinu, en hann samdi við Arsenal 2011. Hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Börsunga, en hann sjálfur virðist ekki hafa áhuga á því að snúa þangað aftur.

„Ég myndi ekki svara símanum," sagði Bellerin aðspurður hvað hann myndi gera ef þeir hjá Barcelona hefðu samband við sig.

Hér að neðan má sjá myndband, en svar hans við áðurnefndri spurningu kemur eftir rúmar tíu mínútur. Þetta er skemmtilegt áhorf, en eins og áður segir þá er hægt að horfa á myndbandið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner