fös 21. október 2016 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrasco skrifar undir hjá Atletico til 2022
Carrasco kann vel við sig hjá Atletico
Carrasco kann vel við sig hjá Atletico
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Yannick Carrasco hefur framlengt samning sinn við Atletico Madrid á Spáni um sex ár og er hann því samningsbundinn núna til 2022.

Þessi 23 ára gamli leikmaður gekk til liðs við Atletico frá Monaco í fyrra og hefur verið lykilmaður hjá Diego Simeone, stjóra Atletico, á þessu leiktímabili.

Carrasco hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum á þessu tímabili, þar á meðal þrennu í 7-1 rústinu á Granada um síðustu helgi, en hann er nú þegar búinn að jafna það sem hann skoraði á síðasta tímabili.

„Ég er mjög ánægður að vera áfram í mörg ár hjá Atletico," sagði Carrasco eftir að hafa skrifað undir samninginn.

Carrasco hefur undanfarið vakið áhuga liða eins og Chelsea, en Atletico hækkaði riftunarverðið í samningi Belgans úr 40 milljónum evra í 100 milljónir evra. Það þykir því líklegt að áhugi Chelsea sé minni núna en hann var áður.



Athugasemdir
banner
banner
banner