Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. október 2016 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Áframhaldandi bekkjarseta hjá Rúnari Alex
Þriðja jafnteflið í röð hjá Nordsjælland
Rúnar Alex þurfti að sætta sig við tréverkið
Rúnar Alex þurfti að sætta sig við tréverkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AaB 1 - 1 Nordsjælland
0-1 Marcus Ingvartsen ('54 )
1-1 Joakim Mæhle ('77 )

Markvörðurinn efnilegi Rúnar Alex Rúnarsson þurfti að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu þegar lið hans Nordsjælland heimsótti AaB frá Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var sá fyrsti í 14. umferð deildarinnar.

Rúnar byrjaði fyrstu leiki tímabilsins í markinu hjá Nordsjælland, en hefur undanfarið þurft að verma tréverkið á meðan Hollendingurinn Indy Groothuizen leysir stöðu hans í markinu.

Nordsjælland gerði sitt þriðja jafntefli í röð í dag þegar liðið heimsótti AaB. Marcus Ingvartsen kom Rúnari Alex og félögum yfir snemma í seinni hálfleiknum, en þegar 77 mínútur voru komnar klukkuna þá var staðan orðin 1-1 og þannig endaði leikurinn.

Nordsjælland er með 14 stig í pokanum eftir 14 leiki, en liðið er í níunda sæti deildarinnar. AaB er með 19 stig í sjöunda sæti eftir þennan leik í dag.

Stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan, en það gæti tekið hana smá tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner