Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 21. október 2016 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hart vinsæll í Torino - „Eins og að kaupa Rolls Royce"
Hart hefur verið að standa sig vel hjá Torino
Hart hefur verið að standa sig vel hjá Torino
Mynd: Getty Images
Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englands, hefur verið að slá í gegn hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Torino, þangað sem hann var lánaður frá Manchester City.

Pep Guardiola vildi ekki vera með Hart í markinu og sótti þess í stað Claudio Bravo, markvörð Barcelona. Hann sendi Hart á lán til Ítalíu þar sem hann hefur staðið sig virkilega vel.

Köllin eftir því að fá Joe Hart aftur til City urðu háværari í vikunni eftir að Claudio Bravo átti martraðaleik í 4-0 tapi enska liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Hart hefur haldið sex sinnum hreinu í tíu leikjum hjá Torino og þar á bæ eru menn sáttir við hann. Nígeríumaðurinn Joel Obi, sem leikur með Torino, segir að enski markvörðurinn hafi breytt andrúmsloftinu í klefanum.

„Að hafa markvörð eins og hann breytir andrúmsloftinu í klefanum," sagði Obi. „Okkur líður eins og við höfum verið að kaupa Rolls-Royce, en sjálfstraustið hjá liðinu er svakalegt."

„Hart leggur svo mikið á sig og mætir einbeittur á hverjum degi. Maður heldur stundum að hann sé búinn að vera hluti af þessu félagi í mörg ár. Sumum fannst illa komið fram við hann hjá City, en hann vildi ekki samúð frá neinum. Hann vildi bara spila fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner