Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Hvað verður um Aguero og Kompany?
Powerade
Sergio Aguero gæti farið frá Manchester City.
Sergio Aguero gæti farið frá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn úr enska boltanum er að sjálfsögðu á sínum stað í dag.



Framtíð Sergio Aguero og Vincent Kompany er í óvissu hjá Manchester City. (Mirror)

Manchester United ætlar að selja hægri bakvörðinn Matteo Darmian í janúar þar sem hinn 18 ára gamli Timothy Fosu-Mensah er á undan honum í röðinni. (Times)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur hafnað tilboðum í félagið og ætlar ekki að selja. (Telegraph)

Diego Simeone vill fara í ensku úrvalsdeildina en hann gæti farið frá Atletico Madrid áður en samningur hans rennur út árið 2018. (Mirror)

Tottenham vonast til að gera nýjan samning við Jan Vertonghen á næstu dögum. (Evening Standard)

Inter er að íhuga tilboð í Pablo Zabaleta í janúar. (ESPN)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill fá að stjórna meira í leikmannakaupum liðsins. (Times)

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, gæti farið til Huddersfield eða Bournemouth á láni í janúar. (Liverpool Echo)

Hinn 33 ára gamli Carlton Cole er mættur aftur til Englands í leit að félagi eftir að hafa yfirgefið Sacramento Republic í bandarísku C-deildinni. (Sacramento Bee)

Chelsea ætlar að senda njósnara að fylgjast með Ben Gibson, varnarmanni Middlesbrough, í leiknum gegn Arsenal á laugardag. (Mail)

Joe Cole hefur fengið verðlaun fyrir að vera bestur í bandarísku B-deildinni. (Telegraph)

Everton hefur sent njósnara að fylgjast með Ruben Semedo, varnarmanni Sporting Lisabon. (A Bola)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner