fös 21. október 2016 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho var rekinn frá Chelsea: Ekki sameiginleg ákvörðun
Mourinho fékk að taka pokann sinn í desember á síðasta ári
Mourinho fékk að taka pokann sinn í desember á síðasta ári
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það sé ekki rétt að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða þegar hann fór frá Chelsea í desember á síðasta ári.

Mourinho var látinn fara frá Chelsea eftir arfaslaka byrjun á síðasta leiktímabili, en þegar hann missti starfið gaf Lundúnarfélagið út yfirlýsingu þar sem kom fram að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða. Mourinho segir þetta ekki vera rétt.

„Herra Abrahamovic ákvað að reka mig," sagði Mourinho við Sky Sports í dag. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun, en ég fór þegjandi."

„Þetta var stór ákvörðun hjá eigandanum og mér var sagt frá henni. Ég tók þessu á kurteisan hátt og við skrifuðum undir pappírana. Ég gerði það á rólegan og virðingarfullan hátt."

Jose Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll, Stamford Bridge í Lundúnum, á sunnudaginn þegar Manchester United og Chelsea mætast.
Athugasemdir
banner
banner
banner