Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. október 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nolito: Claudio Bravo er brjálaður yfir rauða spjaldinu
Claudio Bravo fær að líta rauða spjaldið.
Claudio Bravo fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Nolito, framherji Manchester City, segir liðið geta verið stolt af frammistöðu sinni gegn Barcelona á þriðjudag, þrátt fyrir 4-0 tap.

Hann bætir svo við að Claudio Bravo sé æfur yfir mistökunum en hann fékk rautt spjald í seinni hálfleik fyrir að verja boltann með höndum, utan teigs.

Bravo fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik en þá var Barcelona einu marki yfir en úrslitin voru aldrei spurning eftir rauða spjaldið.

„Þetta var alltof stórt tap þar sem við vorum ekki svo slæmir. Það gerðist margt eftir rauða spjaldið en þetta getur gerst í fótbolta. Við verðum að halda áfram og standa saman sem aldrei fyrr."

„Þetta gekk vel í fyrri hálfleik og markmaðurinn þeirra þurfti að verja vel en svona er þetta. Við vorum óheppnir. Claudio Bravo er sjálfur brjálaður yfir þessu rauða spjaldi en þetta er búið núna," sagði Nolito.
Athugasemdir
banner
banner
banner