banner
   fös 21. október 2016 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán og Janko verða áfram Grindavík
Óli Stefán og Milan Stefán gengu frá samningum við Grindavík í kvöld
Óli Stefán og Milan Stefán gengu frá samningum við Grindavík í kvöld
Mynd: aðsend
Grinda­vík verður með sömu menn við stjórnvölin þegar keppni í Pepsi-deild karla hefst næsta sumar.

Það var gengið frá samningum við Óla Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic í kvöld um þjálfun á meistaraflokki karla fyrir komandi leiktíð.

Grind­vík­ing­ar sendu frá sér frétta­til­kynn­ingu í kvöld þar sem fram kem­ur fram að tvímenningarnir hafi skrifað undir samninga þess efnis að þjálfa Grindavík áfram.

Óli Stefán og Milan Stefán komu Grindavík upp úr Inkasso-deildinni í sumar, en liðið spilaði skemmtilegan bolta og það var mikið um fjör Grindavík.

Þeir munu stýra liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili, rétt eins og búist var við.

Óli Stefán er aðalþjálf­ari og Jan­ko hon­um til aðstoðar. Óli Stefán tók við af Tommy Niel­sen síðastliðinn vet­ur eft­ir að hafa verið hon­um til aðstoðar, en hann var áður þjálf­ari Sindra á Höfn í Hornafirði.

Janko þjálfaði meistaraflokk Grindavíkur um áraraðir og er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa verið bæði sem leikmaður og þjálfari í Grindavík frá árinu 1992.
Athugasemdir
banner
banner
banner