Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. október 2016 17:15
Fótbolti.net
Óli Stefán og Kjartan Henry í útvarpinu á morgun
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun. Þátturinn er á sínum stað milli 12 og 14 á FM 97,7 eins og alla laugardaga.

Óli Stefán stýrði Grindvíkingum upp í Pepsi-deildina á liðnu tímabili en Grindavík hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar.

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður Horsens í Danmörku, verður á línunni og einnig Andri Júlíusson sem ætlar að fara yfir frammistöðu íslensku leikmannana í Noregi á tímabilinu.

Einnig verður enski boltinn að sjálfsögðu til umræðu og fleira.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner