Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. október 2016 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perez bjóst við því að vera í stærra hlutverki hjá Arsenal
Lucas Perez hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili
Lucas Perez hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Lucas Perez, spænskur sóknarmaður Arsenal, segist hafa búist við því að spila meira hjá enska félaginu en hann er þó staðráðinn í því að nota þau tækifæri sem hann fær.

Perez, sem gekk til liðs við Arsenal frá Deportivo fyrir 17 milljónir punda í sumar, hefur aðeins byrjað tvo leiki í öllum keppnum á þessu leiktímabili.

„Þegar ég kom hingað fyrst þá bjóst ég við því að vera í stærra hlutverki," sagði hann við útvarpsstöðina Onda Cero.

Hinn 28 ára gamli Perez var duglegur að skora á Spáni á síðasta leiktímabili, en það hefur gengið erfiðlega fyrir hann að fá tækifæri í byrjunarliðinu hjá Arsenal.

„Liðsfélagarnir sem spila í minni stöðu eru að spila virkilega vel. Við höfum unnið sjö leiki í röð, og í lok dags, þá vill þjálfarinn það sem er best fyrir liðið."

„Ég vonaðist eftir meiri spiltíma, en núna verð ég einfaldlega að nýta þau tækifæri sem ég fæ."
Athugasemdir
banner
banner