Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 21. október 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Samúel Örn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Samúel Örn tekur viðtal við Sævar Jónsson fyrir mörgum árum síðan.
Samúel Örn tekur viðtal við Sævar Jónsson fyrir mörgum árum síðan.
Mynd: Sigmundur
Liverpool vinnur öruggan sigur samkvæmt spá Samúels.
Liverpool vinnur öruggan sigur samkvæmt spá Samúels.
Mynd: Getty Images
Chelsea gerir jafntefli við Man Utd samkvæmt spánni.
Chelsea gerir jafntefli við Man Utd samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Theodór Elmar Bjarnason var með þrjá rétta þegar hann spáði í enska boltann um síðustu helgi.

Fyrrum íþróttafréttmaðurinn Samúel Örn Erlingsson spáir í leikina að þessu sinni.



Bournemouth 0 - 2 Tottenham (11:30 á morgun)
Tottenham er á svaka siglingu og ég vona að þeim gangi allt í haginn af því að mér þykir svo vænt um Boga Ágústsson vin minn sem heldur með Tottenham.

Arsenal 1 - 0 Middlesbrough (14:00 á morgun)
Þetta á að vera skyldusigur en þetta verður ekki auðvelt. Þetta rúllar áfram hjá Frakkanum.

Burnley 2 - 1 Everton (14:00 á morgun)
Ég treysti á Jóa Berg. Hann tekur tvo banana og það dugir.

Hull 0 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Þarna eru miklir Íslandsvinir báðu megin. Afkomendur togarasjómanna og leifar af íslenskri fjárfestingu. Þetta er eins og efni standa til, 0-0 og blóð rennur.

Leicester 2 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Leicester hristir af sér slyðruorðið. Þetta hefur verið ægilega erfið byrjun í deildinni en þeir hafa verið að standa sig í öðrum leikjum.

Swansea 3 - 2 Watford (14:00 á morgun)
Gylfi leggur upp tvö og setur beint úr aukaspyrnu. Þetta verður skemmtilegur leikur sem maður ætti að horfa á.

West Ham 0 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Þetta verður leikurinn sem býr til stóra vinninginn á getraunaseðlinum. Sunderland nær í sinn fyrsta sigur.

Liverpool 4 - 0 WBA (16:30 á morgun)
Ég reyni að koma mér í mjúkinn hjá konunni minni og spái Liverpool 4-0 sigri.

Manchester City 3 - 1 Southampton (12:30 á sunnudag)
City er skemmtileg stærð í þessu mengi. Þeir vinna en það er spurning hversu stórt.

Chelsea 1 - 1 Manchester United (15:00 á sunnudag)
United voru helvíti lélegir í fyrra og eru ekki búnir að rétta nóg úr kútnum til að klára þetta.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner