fös 21. október 2016 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Frankfurt rúllaði yfir dapurt lið Hamburger SV
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
Rene Adler pirraður
Rene Adler pirraður
Mynd: Getty Images
Hamburger SV 0 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Lewis Holtby ('35, sjálfsmark)
0-2 Shani Tarashaj ('60 )
0-3 Haris Seferovic ('69 )
Rautt spjald: Dennis Diekmeier, Hamburger SV ('57)

Fyrsta leik áttundu umferðarinnar í þýsku Bundesligunni er lokið. Hamburger SV fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn á heimavöll sinn, Volksparkstadion í Hamburg, í kvöld.

Það hefur lítið gengið hjá Hamburger undanfarin tímabil og það virðist engin breyting ætla eiga sér stað þetta tímabilið. Liðið hefur byrjað þetta tímabil afar illa og leikurinn í kvöld var ekkert sérstaklega góður hjá þeim.

Gestirnir frá Eintracht Frankfurt, sem hafa byrjað tímabilið ágætlega, komust yfir eftir um hálftíma leik þegar miðjumaðurinn Lewis Holtby kom boltanum í eigið net, 1-0 fyrir Frankfurt og þannig var staðan þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Staðan versnaði fyrir heimamenn á 57. mínútu þegar Dennis Diekmeier fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, en aðeins þremur mínútum eftir það bætti Shani Tarashaj, lánsmaður frá Everton, við öðru marki fyrir gestaliðið.

Sóknarmaðurinn Haris Seferovic stráði síðan salt í sárin og gulltryggði sigurinn hjá Frankfurt með þriðja markinu á 69. mínútu leiksins og þar við sat; lokatölur 3-0 fyrir Frankfurt í kvöld.

Það gengur lítið sem ekkert hjá Hamburger í augnablikinu, en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir átta leiki. Það gengur betur hjá Frankfurt, sem komust upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri.

Stöðutöfluna má sjá í heild sinni hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner