Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. október 2017 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Guðmunds væri til í að fá að spila meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eins og allir aðrir leikmenn í minni stöðu, þá væri ég til í að spila meira," sagði Albert Guðmundsson, leikmaður PSV og fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins, við ED í Hollandi.

Albert lék á als oddi í gær þegar varalið PSV vann 3-2 gegn RKC Waalwijk í hollensku B-deildinni. Albert skoraði tvö af mörkum PSV í leiknum og lagði einnig upp markið sem hann skoraði ekki.

Staða Albert hjá PSV er frekar snúin. Hann æfir með aðalliðinu, en er ekki mikið að spila, hann er mestmegnis á varamannabekknum. Hann hefur verið lykilmaður í varaliðinu og var fyrirliði á síðustu leiktíð, en hann getur ekki spilað mikið með varaliðinu núna þar sem hann þarf að vera ferskur fyrir aðalliðið ef eitthvað kemur upp á.

„Þetta er ekki alltaf auðvelt," sagði Albert. „Ég væri til í að spila meira, en ég þarf að vera þolinmóður."

„Á þessu tímabili hef ég náð að vaxa enn frekar sem leikmaður og mér líður vel. Ég hef verið að bæta mig á æfingum, en ég þarf líka að bæta mig í leikjum og til þess þarf ég að spila."

„Þess vegna var ég ánægður að fá mínútur í kvöld (í gær). Ég
vonast til að hafa náð að sannfæra þjálfarana hjá aðalliðinu að gefa mér fleiri mínútur,"
sagði Albert undir lokin.

Albert spilaði aðeins klukkutíma í gær þar sem það er leikur hjá aðalliði PSV á sunnudagi. Þar verður hann væntanlega á bekknum.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner