Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. október 2017 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búlgaría: Hólmar fékk gult í grannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Levski Sofia 2 - 2 CSKA Sofia
1-0 David Jablonsky ('8)
1-1 Tiago Rodrigues ('12)
1-2 Tiago Rodrigues ('15)
2-2 Roman Prochazka ('61)

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson lék allar 90 mínúturnar þegar Levski Sofia mætti CSKA Sofia í grannaslag í Búlgaríu.

Hólmar Örn Eyjólfsson er á láni hjá Levski frá Maccabi Haifa í Ísrael.

Levski komst yfir í dag, en tvö mörk frá Tiago Rodrigues breyttu stöðunni í 2-1 fyrir CSKA Sofia. Levski náði svo að jafna aftur á 61. mínútu, en þar við sat, lokatölur 2-2 í þessum grannaslag.

Hólmar Örn fékk gult spjald í leiknum.

Levski er í þriðja sæti búlgörsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, þremur stigum frá CSKA sem er í öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner