Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casillas of mikið í símanum
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Iker Casillas er búinn að missa sæti sitt hjá Porto.

Casillas, sem er einn besti markvörður allra tíma, yfirgaf Real Madrid árið 2015 og samdi þá við Porto. Nú er hann búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Porto, en það eru margar ástæður fyrir því.

O Jogo segir frá því að Casillas hafi verið settur á bekkinn gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni þar sem hann er of mikið í símanum.

Sergio Conceiçao, þjálfari Porto, er strangur og leyfir enga síma á æfingasvæði félagsins, nema undir sérstökum kringumstæðum.

„Það að Iker sé stanslaust í símanum á æfingasvæðinu er ein af ástæðunum fyrir því að hann var tekinn út," segir hjá O Jogo.

Símanotkun Casillas er ekki eina ástæðan fyrir því að hann er búinn að missa sæti sitt, viðhorf hans er ekki gott. „Conceiçao vill að allir leikmenn gefi 100%, Casillas hefur ekki gert það."

Casillas, sem er 36 ára, á 167 landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner