Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. október 2017 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte finnst umræðan heimskuleg
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattpspyrnustjóra Chelsea á Englandi, finnst umræðan afar sérkennileg um Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

Conte sagði við fjölmiðla í gær að hætta að ræða Jose Mourinho og áráttu þeirra á hans störf.

Ítalski stjórinn hefur gert góða hluti með Chelsea á þeim stutta tíma sem hann hefur verið þarna en Mourinho er oft nefndur í umræður á blaðamannafundum sem hann tekur þátt í.

Mourinho hefur auðvitað stýrt Chelsea tvisvar og er hann oft nefndur á nafn er Conte er tekinn á tal. Ítalski þjálfarinn er ekki nógu ánægður með það.

„Á síðasta tímabili tildæmis þá þurfti Mourinho að stoppa bara og hugsa aðeins út í það sem hann var að gera, ekki horfa á aðra," sagði Conte.

„Svarið mitt verður alltaf það sama, Allir þjálfarar verða að einbeittir á sína vinnu og þær kvartanir sem tengjast því. Þannig er það bara, sagði Conte í lokin mjög dularfullur.
Athugasemdir
banner
banner