Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. október 2017 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Sýndum vilja til að berjast fyrir sigrinum
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var að vonum sáttur eftir 4-2 sigur Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea lenti í miklu veseni, þeir lentu 2-1 undir en sýndu karakter og náðu að knýja fram 4-2 sigur.

„Frammistaða okkar var góð þar sem við fengum á okkur jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiksins og lentum undir í upphafi seinni hálfleiks, sjálfstraust okkar var lítið," sagði Conte.

„Leikmenn mínir sýndu vilja til að berjast fyrir sigrinum og breyta stöðunni og úrslitunum."

„Við vorum í erfiðri stöðu en sýndum rétt hugarfar og vilja," sagði Conte undir lok viðtalsiins.

Sjá einnig:
Myndir: Conte henti sér á áhorfendur í fremstu röð
Athugasemdir
banner