Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. október 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjortoft: Ber mikla virðingu fyrir Íslandi - Ótrúlegt
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Jan Aage Fjortoft, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Noregs, segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.

Kvennalandslið Íslands sýndi magnaða frammistöðu í Wiesbaden í Þýskalandi í gær þegar það vann 3-2 útisigur gegn heimakonum sem eru í öðru sæti á heimslista FIFA.

Og þá er karlalandsliðið okkar á leið á HM eftir að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni með glæsibrag.

Norðmenn eru ekki í eins góðri stöðu. Þeir eru ekki á leið á HM og þróunin þar í fótboltanum er ekki eins og hún var á árum áður.

Þrátt fyrir það eru flestir Norðmenn ekki fúlir, þeir gleðjast með Íslandi.

„Kvennalandslið Íslands var að vinna Þýskaland. Í Þýskalandi. Ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi og því sem er gert þar. Ótrúlegt," skrifaði Fjortoft eftir sigur Íslands á Þýskalandi í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner