Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. október 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnleifur í viðtali um ást sína á Benfica
Gunnleifur heldur með Benfica.
Gunnleifur heldur með Benfica.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fer fyrir frekar fámennum stuðningsmannahópi Benfica hér á landi.

Í dag birtist viðtal við Gunnleif hjá Planet Benfica.

Þar segir hann frá því hvað varð til þess að hann gerðist stuðningsmaður Benfica.

„Ég var sjö ára og hugsaði ekki um neitt annað en fótbolta, ég byrjaði að fylgjast með fótbolta með ástríðu. Það var ekki mikið um fótbolta í sjónvarpinu á Íslandi árið 1982, en það var sýnt frá HM á Spáni. Ég fylgdist með stórskemmtilegu portúgölsku liði á EM 1984 með Chalana fremstan í flokki. Eftir það fór ég að afla mér upplýsinga um portúgalskan fótbolta og komst að því að hann hefði verið hjá Benfica. Ég sá það líka að Benfica hefði spilaði gegn Val árið 1968. Eftir það varð ég ástfanginn af Benfica," segir Gunnleifur.

Gunnleifur var síðan spurður að því hver væri hans uppáhalds leikmaður í sögu Benfica.

„Chalana var mín fyrsta ást. Svo var ég líka aðdáandi markvarðarins Silvino, Rui Águas, Mats Magnusson, Jonas Thern, Rui Costa, en minn uppáhalds leikmaður er Nuno Gomes."

„Í liðinu í dag eru mínir uppáhalds leikmenn Jonas og Ljubomir Fesja," sagði Gunnleifur enn fremur.

Viðtalið má skoða með því að smella hér



Athugasemdir
banner
banner