Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   lau 21. október 2017 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Litlar breytingar í Kópavoginum
Ekki sár þó Kiddi og Gummi hafi valið önnur lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta eru búin að vera 10 ár samtals í Grafarvoginum, frábær tími og ég fer sáttur," sagði Ágúst Gylfason, sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks á dögunum, í samtali við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977.

„Ég hlakka til að hitta strákana og byrja að æfa, við gerum það fljótlega í nóvember. Það er góð aðstaða í Kópavoginum og hópurinn er frábær," sagði Gústi við strákana.

Leikmannamálin hjá Breiðabliki hafa verið talsvert í umræðunni. Kristinn Jónsson fór í KR og Guðmundur Kristjánsson í FH, en þeir eru báðir uppaldir í Breiðabliki. Hvert er álit Gústa á þessu?

„Auðvitað vilja menn fá leikmenn til baka sem eru Blikar og ég ræddi við Kidda og Gumma um að vera með okkur í baráttunni en þetta er í þeirra höndum," sagði Gústi.

„Þeir hafa trú á því að FH og KR berjist um titla.”

„Við, Blikar höldum áfram og ætlum að finna góða leikmenn. Hópurinn er náttúrulega mjög flottur fyrir og það eru litlar breytingar í Kópavoginum sem er mjög jákvætt, það þarf ekki að breyta miklu.”

„Ég á eftir að hitta hópinn og ég á eftir að meta stöðuna, sjá hvernig við erum tilbúnir í slaginn. Kiddi og Gummi ákváðu að fara annað og það er bara þeirra, við erum ekkert sárir.”

Gústi segist skilja pirring stuðningsmanna Blika.

„Já, það er klárt. En þetta er bara svona, að það eru þessi stærri lið greinilega, þar sem eru hugsanlega meiri peningar. Leikmenn hafa meiri trú á því að það sé betra að fara í þessi lið og við verðum bara að sætta okkur við það.”

„Það eru litlar breytingar hjá Breiðablik, það er annað en hjá Fjölni. Við verðum með svipaðan hóp og í fyrra og hitt í fyrra.”

Vinna er hafin hjá Blikum við að fá nýja leikmenn.

„Við erum að vinna í því, það eru góðir bitar á markaðnum. Auðvitað er skemmtilegast að fá heimamenn heim, en það er nóg af mönnum í boði og við sjáum til.”

Emil Pálsson er samningslaus og hann hefur verið orðaður við Blika. Gústi vann með Emil hjá Fjölni á sínum tíma.

„Emil er frábær leikmaður og myndi passa vel inn í Blikaliðið, það er toppdrengur þar á ferð, en það eru líka fleiri sem eru góðir kostir. Við erum að leita að nýjum leikmönnum, en ég er ekki hræddur við að nota þessa stráka sem eru hér núna.”

Guðmundur Steinarsson verður líklega aðstoðarmaður Gústa.

„Ég er búinn að ræða við Gumma Steinars um að halda áfram með mér og það er markmiðið. Það verður hugsanlega tilkynnt eftir helgi,” sagði Gústi að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner