Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. október 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrauna yfir Arnautovic - „Heldur að hann sé Ronaldo"
Arnautovic hefur verið slakur síðan hann kom til West Ham.
Arnautovic hefur verið slakur síðan hann kom til West Ham.
Mynd: Getty Images
Gary Neville og kollegi hans á Sky Sports, Jamie Carragher, fóru yfir leik West Ham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Brighton vann auðveldlega, 3-0, en leikið var á heimavelli West Ham.

Eftir leikinn létu Neville og Carragher gaminn geysa. Þeir beindu spjótum sínum að Marko Arnautovic sem var hreint út sagt skelfilegur fyrir heimamenn í West Ham í leiknum.

Arnautovic varð í sumar dýrasti leikmaðurinn í sögu West Ham þegar hann var keyptur frá Stoke, en hann hefur lítið sýnt hingað til.

„Ég hef bara spilað með einum leikmanni sem hefur haft afsökun fyrir því að hlaupa ekki til baka og það var Cristiano Ronaldo," sagði Neville. „Hann skoraði 40 mörk á tímabili."

„Þessi gaur (Arnautovic) heldur að hann sé Ronaldo, hann hugsar þannig. Það er vandamálið, hann heldur að hann sé betri en hann er."

Carragher var heldur ekki hrifinn af frammistöðu Arnautovic.

„Svona frammistaða veldur því stjórinn verður rekinn," sagði Carragher. „Ég var mjög gagnrýninn á Arnautovic á meðan á leiknum stóð, hann var rándýr fyrir West Ham."

„Hann labbaði allan tímann, ég var ekki að trúa þessu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þetta var lélegt og setur pressu á stjórann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner