Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 21. október 2017 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jesus, Mbappe eða Dembele besti ungi leikmaður í heimi
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Búið er að fækka úr 25 í þrjá leikmenn sem koma til greina sem besti ungi leikmaður í heimi á þessu ári. Leikmennirnir þrír sem koma til greina eru Gabriel Jesus, Kylian Mbappe og Ousmane Dembele.

Ítalska blaðið Tuttosport hefur í áraraðir staðið fyrir þessu vali en þar er valinn besti leikmaður í heimi, 21 árs og yngri.

Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches vann verðlaunin í fyrra, Anthony Martial árið 2015 og Raheem Sterling árið 2014.

Á meðal þeirra sem unnu verðlaunin þar á undan eru Lionel Messi, Wayne Rooney og Paul Pogba.

Sigurvegarinn verður kynntur 30 október næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner