lau 21. október 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman hefur enn trú á Gylfa, Rooney og hinum kaupunum
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur fulla trú á því að leikmennirnir sem keyptir voru í sumar eigi eftir að ná sér á strik.

Everton eyddi meira en 100 milljónum punda í leikmenn eins og Gylfa Sigurðsson, Wayne Rooney og Davy Klaasen. Þessir leikmenn, þar á meðal Gylfi, hafa ekki alveg verið að finna sig í upphafi tímabils.

Koeman hefur þó enn trú á þeim.

„Ég hef enn trú á leikmönnum sem voru keyptir í sumar. Það geta allir efast um þá, en það mun sjást í framtíðinni að þetta voru góð kaup," sagði Koeman við blaðamenn.

Everton fær heimsókn frá Arsenal á morgun, en það er pressa á Koeman þar sem Everton er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki. Liðið hefur aðeins náð að safna átta stigum.
Athugasemdir
banner
banner