Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 21. október 2017 13:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Silva: Ósanngjörn úrslit
Mynd: Getty Images
„Ósanngjörn úrslit," sagði Marco Silva, stjóri Watford, eftir 4-2 tap gegn Englandsmeisturum Chelsea í dag.

Watford komst í 2-1, en missti niður forystuna.

„Þessi úrslit gefa ekki rétta niðurstöðu af leiknum, við áttum meira skilið," sagði Silva enn fremur.

„Okkar lið kom hingað og stjórnaði stærstum hluta leiksins. Það er satt, við sköpuðum ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum, en við stjórnuðum leiknum og Chelsea sótti bara hratt."

„Við spiluðum okkar leik og í 40 mínútur í seinni hálfleiknum var bara eitt lið á vellinum. Eftir að við komumst í 2-1 fengum við nokkur dauðafæri til að gera út um leikinn."

„Ég er stoltur af spilamennsku okkar, en ég er auðvitað líka svekktur. Við verðum að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner