Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. október 2017 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho kennir sjálfum sér um
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, veit nákvæmlega hverjum hann á að kenna um leikstíl liðsins en það er auðvitað honum sjálfum.

Mourinho virðist ekkert trufla sig á leikstíl liðsins þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi ekki verið upp á 100 prósent.

Hann benti þó um leið á það í viðtalinu að úrslitin sem hann er að ná með United eru töluvert betri en þau sem hafa náðst undanfarin ár hjá United. Hann telur sig sjálfan vera ástæðu þess að úrslitin hafi breyst.

„Ég held að þetta sé mér að kenna. Annað fólk hefur meiri tíma en ég sjálfur. Annað fólk hefur aðra standarda en ég og það er ekkert vandamál fyrir mig," sagði Mourinho.

„Við munum tapa leikjum, það er augljóst og ég get ímyndað mér að það verður meiri gagnrýni en það er nú þegar. Það er ekkert vandamál fyrir mér. Mér er alveg sama," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner