Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. október 2017 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Steinar Ingi tekur við Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F (Staðfest)
Mynd: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Fáskrúðsfirði hafa ráðið Steinar Inga Þorsteinsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna.

Liðið sem er mjög ungt leikur í 2. deild á næsta ári.

Steinar hefur um 15 ára reynslu af þjálfun en hann m.a. þjálfað yngri flokka Fram, Aftureldingar og Vals auk Hattar en hann var leikmaður liðsins áður en hann snéri sér að þjálfun.

Þá hefur hann þjálfað hann meistaraflokk KH.

Á myndinni eru Steinar Ingi Þorsteinsson og Guðmundar Bj. Hafþórsson formaður Rekstrarfélagsins að skrifa undir samning en Guðmundur (eða Gummó) er einn þriggja formanna í samstarfinu.

Á myndinni eru jafnframt frá vinstri til hægri: Elísabet Eir Hjálmarsdóttir, Berglind Eir Ásgeirsdóttir og María Jóngerð Gunnlaugsdóttir leikmenn Fjarðarbyggð/Höttur/ Leiknir Fáskrúðsfirði.
Athugasemdir
banner
banner
banner