fös 21. nóvember 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Batman kvartar yfir Valencia
Munurinn á leðurblökunum.
Munurinn á leðurblökunum.
Mynd: Netið
DC Comics, framleiðandi ofurhetjunnar Batman, hefur ákveðið að fara í mál við Valencia.

Ástæðan er sú að fyrirtækið telur að merki Valencia sé of líkt merki Batman.

Valencia hefur verið með leðurblöku í merki félagsins síðan árið 1919 á meðan Batman kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1939.

Þrátt fyrir það hefur DC Comics talað við Einkaleyfisstofnun Evrópu og óskað eftir því að Valencia verði bannað að nota leðurblöku í merki félagsins eins og er í núverandi mynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner