fös 21. nóvember 2014 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Diego Costa klár í leikinn gegn WBA
Diego Costa er laus við meiðslin.
Diego Costa er laus við meiðslin.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea á Englandi, er laus við meiðsli en Jose Mourinho, stjóri liðsins, staðfesti þetta í dag.

Costa var ekki með spænska landsliðinu sem mætti Hvíta Rússlandi og Þýskalandi á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára.

Mourinho gagnrýndi Vicente del Bosque, þjálfara spænska landsliðsins, er hann notaði Costa í undankeppni EM fyrr á leiktíðinni en að mati Mourinho þá þurfti Costa á hvíld að halda.

Hann er nú laus við öll meiðsli og er klár í slaginn gegn WBA á morgun.

,,Costa var að leggja hart að sér í marga klukkutíma í þessu ,,fríi" þegar landsleikirnir voru. Hann er að þokast í rétta átt núna og er laus við meiðslin," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner