Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. nóvember 2014 16:10
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
Einkunnir Íslands: Gylfi með hæstu meðaleinkunn
Gylfi hefur verið bestur í undankeppni EM.
Gylfi hefur verið bestur í undankeppni EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur byrjað undankeppni EM vel en fjórum leikjum er lokið og er íslenska liðið með níu stig eins og allir vita.

Fótbolti.net gefur leikmönnum einkunnir eftir alla leiki en eftir fjóra leiki er Gylfi Þór Sigurðsson með hæstu meðaleinkunnina. Gylfi fékk 10 fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi og 9 gegn Tyrklandi og Lettlandi en 6 gegn Tékklandi.

Gylfi er sá eini sem hefur fengið 10 en Aron Einar Gunnarsson sem er í öðru sæti á listanum hefur tvívegis fengið 9.

Lægsta einkunn sem hefur verið gefin er 3 en þristinn fékk Theodór Elmar Bjarnason fyrir frammistöðuna gegn Tékklandi.

Einkunnir Íslands:
Gylfi Þór Sigurðsson 8,5
Aron Einar Gunnarsson 8
Ragnar Sigurðsson 7,5
Ari Freyr Skúlason 7,25
Kári Árnason 7,25
Emil Hallfreðsson 7
Kolbeinn Sigþórsson 7
Birkir Bjarnason 6,75
Jón Daði Böðvarsson 6,75
Hannes Þór Halldórsson 6,5
Elmar Bjarnason 6,5
Athugasemdir
banner
banner
banner