Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. nóvember 2014 15:40
Magnús Már Einarsson
Leikmannamál
Halldór Orri á leið í Stjörnuna
Halldór Orri er á leið í Garðabæinn.
Halldór Orri er á leið í Garðabæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson mun líklega ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik á næstu dögum.

Halldór Orri hefur æft með Stjörnunni undanfarna daga og hann spilaði með liðinu í 3-1 sigri á Haukum í æfingaleik fyrr í vikunni.

,,Þetta klárast vonandi á næstu dögum. Það er samt ekkert öruggt fyrr en það er búið að skrifa undir," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

,,Hann er búinn að æfa með okkur og vill koma. Við viljum fá hann líka og ég hef trú á að við náum að landa þessu."

Halldór Orri var á mála hjá Falkenbergs í Svíþjóð á nýliðnu tímabili en þessi 27 ára gamli leikmaður hefur skorað 65 mörk í 180 deildar og bikarleikjum Stjörnunni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner