fös 21. nóvember 2014 12:29
Elvar Geir Magnússon
Hvaða Mikka mús blogg segir að Cech fari til Arsenal?
Petr Cech er orðinn varamarkvörður fyrir Thibaut Courtois hjá Chelsea.
Petr Cech er orðinn varamarkvörður fyrir Thibaut Courtois hjá Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho var í besta skapi þegar hann spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi Chelsea í dag en topplið deildarinnar mætir West Bromwich Albion á morgun.

„Ég býst við sigri gegn West Brom en býst við jöfnum leik, þeir vita að þeir geta náð úrslitum gegn okkur eftir síðasta tímabil," segir Mourinho en liðin gerðu 2-2 jafntefli í febrúar.

Á fundinum var Mourinho spurður út í mál varamarkvarðarins Petr Cech sem hefur verið orðaður við Arsenal.

„Ég er með núll beiðnir um Cech á skrifborðinu mínu. Hann er með samning í tvö ár í viðbót og er mikill fagmaður. Það hefur ekki verið bankað einu sinni á hurðina hjá mér og sagt að hann vilji fara. Hvaða Mikka mús vefsíða segir að hann fari til Arsenal? Hvaða Mikka mús blogg?" segir Mourinho.

Cesc Fabregas og Andre Schurrle eru báðir tæpir fyrir leikinn á morgun. Fabregas gat æft í morgun og vonast Mourinho til að hann geti spilað. Ákvörðun verður tekin síðar í dag.

Diego Costa er klár í slaginn og mun spila en hann er einu spjaldi frá leikbanni.

„Við teljum að hann sé laus við meiðslin sem hann var að glíma við. Ef hann fær sitt fimmta gula spjald þá fær hann fimmta gula spjaldið. Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti," segir Mourinho sem viðurkennir að Costa eigi erfitt með að venjast vetrarkuldanum á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner