Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. nóvember 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Ítalía um helgina - Milan og Inter eigast við
Fernando Torres hefur skorað eitt mark í níu leikjum með Milan. Liðið mætir Inter í stórleik helgarinnar á Ítalíu.
Fernando Torres hefur skorað eitt mark í níu leikjum með Milan. Liðið mætir Inter í stórleik helgarinnar á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus eiga fyrir höndum erfiðan leik um Lazio um helgina þegar 12. umferð fer fram.

Liðin mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm, en fyrir leikinn vermir Juventus toppsætið með 28 stig. Lazio er í 5. sæti með 19 stig.

Þá fer fram sannkallaður stórleikur á sunnudag þegar nágrannaliðin Milan og Inter eigast við á San Siro.Bæði lið hafa farið rólega af stað og eru með fjóra sigra úr 11 leikjum. Milan hefur þó stigi meira en Inter.

Þá verða landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Emil Hallfreðsson á ferðinni um miðjan dag á sunnudag. lið Harðar, Cesena, tekur á móti Sampdoria á meðan Emil verður af öllum líkindum í liði Verona sem mætir Fiorentina.

Laugardagur:
17:00 Atalanta - Roma
19:45 Lazio - Juventus

Sunnudagur:
11:30 Torino - Sassuolo
14:00 Cesena - Sampdoria
14:00 Napoli - Cagliari
14:00 Parma - Empoli
14:00 Udinese - Chievo
14:00 Verona - Fiorentina
19:45 Milan - Inter
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner