Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. nóvember 2014 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Reus gæti yfirgefið Dortmund næsta sumar
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn, Marco Reus, gæti yfirgefið Borussia Dortmund á næstunni en þjálfari hans, Jurgen Klopp, ræddi um framtíð hans á blaðamannafundi í dag.

Reus, sem er 25 ára gamall, er með klásúlu í samning sínum sem verður virk í sumar en hann hefur verið orðaður við lið á borð við Bayern München, Real Madrid og nokkur ensk úrvalsdeildarfélög einnig.

Gengi Dortmund hefur þá verið arfaslakt á þessari leiktíð en liðið situr í fimmtánda sæti með 10 stig sem stendur.

,,Við höfum fagnað góðum árangri síðustu ár en samt náðum við ekki að halda þessum leikmönnum. Sumir leikmenn eru með aðra drauma, aðrar aðstæður, hugmyndir eða hvað sem það er svo við verðum bara að sjá til hvað gerist," sagði Klopp.

,,Það mikilvægasta við þetta er að saga félagsins heldur áfram. Við verðum að halda áfram með aðra leikmenn.

,,Við ætlum ekki að halda sama liði þar til ferill þeirra er á enda, það var ekki hugmyndin,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner