Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. nóvember 2014 19:05
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsmál
KSÍ í viðræður við Eyjólf um að halda áfram með U21
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
KSÍ hefur ákveðið að fara í viðræður við Eyjólf Sverrisson um að hann haldi áfram sem þjálfari U21-landsliðsins.

Þetta staðfesti Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

Samningur Eyjólfs er að renna út um áramótin en KSÍ vill halda honum áfram.

Eyjólfur tók við U21 árs landsliðinu árið 2009 og kom liðinu í úrslitakeppni EM árið 2011. Fyrr á þessu ári stýrði hann U21-liðinu í umspil um sæti í lokakeppni EM þar sem það beið lægri hlut fyrir Danmörku.

Tómas Ingi Tómasson hefur verið aðstoðarmaður Eyjólfs þennan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner