fös 21. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Ráku ellefu leikmenn eftir tap
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Grenchen ákváðu að grípa til aðgerða eftir 10-0 tap liðsins gegn unglingaliði Lucerne í svissnesku 3. deildinni um síðustu helgi.

Þegar leikmenn liðsins mættu á næstu æfingu var búið að hengja nöfn ellefu leikmanna upp á vegg þar sem þeim var tjáð að þeir væru reknir frá félaginu.

Leikmennirnir voru vinsamlegast beðnir um að taka dótið sitt og fara.

,,Þetta hljómar grimmt en þessir leikmenn eru ekki nægilega góðir fyrir þessa deild," sagði Renato Brun yfirmaður íþróttamála hjá Grenchen.

Grenchen er á botninum í svissnesku þriðju deildinni en liðið er einungis með fimm stig eftir fjórtán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner