fös 21. nóvember 2014 15:06
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid býður Ödegaard fimm ára samning
Martin Odegaard
Martin Odegaard
Mynd: Getty Images
Spænska stórveldið Real Madrid hefur boðið norska undrabarninu, Martin Ödegaard, fimm ára samning en spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag.

Ödegaard, sem er einungis 15 ára gamall, hefur farið mikinn síðasta árið en hann er þegar lykilmaður í liði Stromsgodset í norsku úrvalsdeildinni og einnig búinn að næla sér í sæti í norska landsliðinu.

Hann er eftirsóttur af stærstu klúbbum heims en hann heimsótti Real Madrid á dögunum og virðist spænska liðið vilja ganga frá samningum við hann sem fyrst en fimm ára samningur liggur á borðinu samkvæmt Marca.

Ödegaard verður 16 ára þann 17. desember næstkomandi og verður þá heimilt að semja við önnur lið en haft er eftir Verdens Gang að Real Madrid hafi lofað honum spiltíma með aðalliðinu á þessari leiktíð fari svo að hann semji við liðið.

Liverpool er einnig sagt vera í myndinni en hann er harður stuðningsmaður félagsins auk þess sem Philippe Coutinho er fyrirmynd hans á knattspyrnuvellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner