Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 21. nóvember 2014 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Origi kemur ekki til Liverpool í janúar
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, hefur útilokað þann möguleika á að Divock Origi komi til baka frá Lille.

Liverpool keypti Origi frá Lille á 12 milljónir evra í sumar en lánaði hann til franska liðsins út þessa leiktíð.

Daniel Sturridge er frá út árið og þá hefur lítið gengið hjá Mario Balotelli og Rickie Lambert að skora. Liverpool leitaðist eftir þeim möguleika á að fá Origi aftur en Rodgers segir það þó ekki vera í myndinni.

,,Við keyptum Origi síðasta sumar og gerðum samkomulag um að hann yrði áfram hjá Lille. Það var ein af aðalástæðum þess að við gátum fengið hann," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner