fös 21. nóvember 2014 14:48
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Sturridge aldrei verið jafn niðurdreginn
Sturridge spilar næst árið 2015.
Sturridge spilar næst árið 2015.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Daniel Sturridge verði ekki meira með liðinu á þessu ári vegna meiðsla á læri

Sturridge verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðslanna en hann varð fyrir samskonar meiðslum í byrjun september. Sturridge hefur ekkert spilað síðan þá þar sem hann varð fyrir kálfa meiðslum áður en hann meiddist aftur á læri í þessari viku.

,,Daniel Sturridge hefur verið ótrúlega óheppinn. Hann er leikmaður sem vill ekki vera lengi frá. Hann vill spila fótbolta," sagði Rodgers.

,,Núna þurfum við að sjá hvað við getum gert til að koma honum aftur inn á völlinn því hann er með heimsklassa hæfileika. Hann vill þetta meira en nokkur annar."

,,Ég ræddi lengi við hann í dag og ég hef aldrei séð hann svona niðurdreginn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner