Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 21. nóvember 2014 21:34
Alexander Freyr Tamimi
Spánn: Baskarnir höfðu betur
Iker Muniain í baráttunni í kvöld.
Iker Muniain í baráttunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Athletic 3 - 1 Espanyol
1-0 Aritz Aduriz ('29 )
2-0 Borja Viguera ('44 )
3-0 Ander Iturraspe ('78 )
3-1 Victor Sanchez ('84 )

Athletic Bilbao vann í kvöld góðan sigur gegn Espanyol þegar liðin mættust í La Liga á San Mamés.

Aritz Aduriz kom Athletic Bilbao yfir þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og rétt fyrir leikhlé tvöfaldaði Borja Viguera forystu Baskanna.

Ander Iturraspe fór svo langleiðina með að gulltryggja sigur heimamanna á 78. mínútu þegar hann kom Bilbao í 3-0.

Victor Sanchez klóraði í bakkann fyrir Espanyol á 84. mínútu en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 3-1 fyrir Athletic Bilbao.

Með sigrinum fór Athletic Bilbao upp í 9. sæti deildarinnar, þar sem liðið er með 15 stig. Espanyol er enn með 11 stig í 12. sætinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner