fös 21. nóvember 2014 08:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Strootman búinn að semja við Man Utd?
Powerade
Kevin Strootman.
Kevin Strootman.
Mynd: Getty Images
Petr Cech er orðaður við brottför frá Chelsea.
Petr Cech er orðaður við brottför frá Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt helsta slúðrið úr enska boltanum er á sínum stað í dag.



Kevin Strootman (24) miðjumaður Roma hefur handsalað samning við Manchester United. (Talksport)

Arsenal ætlar að hafa betur gegn Liverpool í baráttunni um Maxi Pereira (30) varnarmann Benfica en hann verður samningslaus næsta sumar. (Express)

AC Milan ætlar að berjast við Arsenal um Petr Cech (32) markvörð Chelsea. (Daily Star)

QPR er í viðræðum við argentínska varnarmanninn Pablo Alvarez (30) en hann er án félags í augnablikinu. (Evening Standard)

Shaun Maloney (31) kantmaður Wigan er á óskalista Chicago Fire í Bandaríkjunum. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gaf mönnum eins og Didier Drogba og John Terry átta daga frí í landsleikjahléinu. (Mirror)

Liverpool er að skoða meiðslasögu Daniel Sturridge ítarlega til að komast að rót vandans. (Telegraph)

Arsenal ætlar að fá Pep Guardiola þjálfara FC Bayern til að taka við af Arsene Wenger. (Daily Star)

Garry Monk, stjóri Swansea, ætlar ekki að kalla Michu (28) til baka úr láni frá Napoli þrátt fyrir að Wilfried Bony sé á leið á Afríkumótið í janúar. (Daily Mirror)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að Danny Welbeck væri ekki inni í myndinni ef hann væri ennþá hjá félaginu. (Daily Express)

Ef að Alan Shearer væri að spila í dag og yrði seldur á núvirði myndi hann kosta 50 milljónir punda, Roy Keane myndi kosta 32 milljónir punda og Glenn Hoddle 37 milljónir punda. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner