Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. nóvember 2017 11:33
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur fengu upp í kok af leiðinlegum fótbolta Pulis
Tony Pulis er orðinn atvinnulaus.
Tony Pulis er orðinn atvinnulaus.
Mynd: Getty Images
Barry Glendenning, íþróttafréttamaður Guardian, segir að stærsta ástæðan fyrir því að West Bromwich Albion lét Tony Pulis fara hafi verið þrýstingur frá óánægðum stuðningsmönnum.

„Stuðningsmönnum hefur lengi leiðst einfaldur og óaðlaðandi leikstíll liðsins sem er ekki lengur að skila þeim úrslitum sem gerðu að verkum að liðið endaði í 13., 14. og 10. sæti síðustu þrjú tímabil. Þeir hafa nú fengið það sem þeir vildu," segir Glendenning.

„Eins og frægt er hefur Pulis aldrei fallið á stjóraferli sínum sem stendur saman af níu félögum á 25 árum. Hans stærsta afrek sem stjóri var björgun Crystal Palace fyrir fjórum árum, þegar hann skilaði liðinu í 11. sæti, tólf stigum frá fallsæti. Björgun sem skilaði Pulis titlinum stjóri ársins í úrvalsdeildinni."

„Pulis hefur lengi verið þekktur sem slökkviliðsmaður sem aðhyllist leikstíl sem stuðningsmenn sætta sig við svo lengi sem hann býr til góð úrslit, öruggt sæti í efstu deild og áframhaldandi úrvalsdeildarpening sem flæðir inn."

Þegar Pulis tók við West Brom, 1. janúar 2015, var liðið nákvæmlega á sama stað og núna. Í fjórða neðsta sæti, einu stigi frá fallsæti.

West Brom hefur aðeins unnið fjóra af síðustu 22 úrvalsdeildarleikjum.

Gary Megson er tekinn við stjórn West Brom til bráðabirgða. Hann var knattspyrnustjóri félagsins 2000-2004 og snéri aftur til starfa hjá því í sumar, sem aðstoðarmaður Pulis.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner