Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 21. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barton gerði allt brjálað: Líkti Unsworth við feita gellu
Heiðar Helguson var liðsfélagi Barton hjá QPR.
Heiðar Helguson var liðsfélagi Barton hjá QPR.
Mynd: Getty Images
Joey Barton, sem gerði garðinn frægan með Manchester City, Newcastle og QPR, er fastur gestur í útvarpsþátt Alan Brazil, sem er alla mánudagsmorgna á talkSPORT.

Það var verið að tala um David Unsworth, sem stýrir Everton þar til varanlegur kostur finnst, og hefur Barton litlar mætur á honum sem knattspyrnustjóra.

Barton hefur áður líkt stjóranum við feitan öryggisvörð og íþróttakennara en núna telja margir að hann hafi farið yfir strikið.

Barton líkti Everton við ungan mann sem fer á ball og endar einn með „feitu gellunni."

„Það er ótrúlegt að þessu sé leyft að viðgangast," sagði Mick Brown, sem starfaði eitt sinn fyrir útvarpsstöðina.

„Ótrúlegt kvenhatur, meira að segja fyrir talkSPORT, ánægð með að vera að yfirgefa þennan vinnustað í nánustu framtíð," sagði Sandy Warr á Facebook. Warr er að yfirgefa stöðina eftir rifrildi við Alan Brazil.
Athugasemdir
banner
banner
banner