Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Aron byrjaði í sigri - „Stjóri Bristol rasshaus"
Aron Einar kom inn í byrjunarlið Cardiff í kvöld.
Aron Einar kom inn í byrjunarlið Cardiff í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin var á bekknum eftir að hafa staðið sig vel í undanförnum leikjum.
Hörður Björgvin var á bekknum eftir að hafa staðið sig vel í undanförnum leikjum.
Mynd: Getty Images
Birkir kom ekki við sögu.
Birkir kom ekki við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var mættur í byrjunarlið Cardiff sem hafði betur gegn Barnsley á útivelli.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli og gat til að mynda lítið beitt sér í æfingaferð íslenska landsliðsins í Katar á dögunum.

Landsliðsfyrirliðinn var þó í byrjunarliði Cardiff í kvöld og hjálpaði liðinu að leggja Barnsley að velli 1-0.

Aron var tekinn að velli á 74. mínútu, en Cardiff komst upp í annað sæti Championship-deildarinnar með sigrinum.

Jón Daði Böðvarsson fór ekki með landsliðinu til Katar vegna meiðsla og hann var á bekknum hjá Reading í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 66. mínútu gegn Bolton.

Reading gerði 2-2 jafntefli, en staðan var 2-0 fyrir Bolton þegar Selfyssingurinn Jón Daði kom inn á.

Hörður Björgvin Magnússon hefur byrjað síðustu tvo leiki Bristol og staðið sig vel en í kvöld var hann aftur settur á bekkinn og var þar í 90 mínútur í 2-1 tapi gegn Preston.

Birkir Bjarnason kom þá ekki við sögu í 2-1 sigri Aston Villa á Sunderland í fyrsta leik Chris Coleman sem stjóra Sunderland.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins.

Aston Villa 2 - 1 Sunderland
1-0 Albert Adomah ('10 )
2-0 Joshua Onomah ('49 )
2-1 Lewis Grabban ('73 )

Barnsley 0 - 1 Cardiff City
0-1 Callum Paterson ('83 )

Brentford 1 - 1 Burton Albion
1-0 Florian Jozefzoon ('54 )
1-1 Ben Turner ('78 )

Bristol City 1 - 2 Preston NE
0-1 Paul Gallagher ('45 )
0-2 Callum Robinson ('79 )
1-2 Cauley Woodrow ('90 )

Derby County 2 - 0 QPR
1-0 Matej Vydra ('45 )
2-0 Tom Lawrence ('53 )

Millwall 0 - 0 Hull City

Nott. Forest 1 - 0 Norwich
1-0 Daryl Murphy ('77 )

Sheffield Utd 4 - 5 Fulham
1-0 Leon Clarke ('6 )
1-1 Sheyi Ojo ('28 )
1-2 Ryan Sessegnon ('30 )
2-2 Leon Clarke ('39 )
2-3 Ryan Sessegnon ('43 )
2-4 Sheyi Ojo ('69 )
2-5 Ryan Sessegnon ('78 )
3-5 Samir Carruthers ('86 )
4-5 Leon Clarke ('90 )

Bolton 2 - 2 Reading
1-0 Reece Burke ('18 )
2-0 Darren Pratley ('23 )
2-1 Liam Moore ('76 )
2-2 Bacuna ('83 , víti)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner