banner
   þri 21. nóvember 2017 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte kvartar yfir álagi: Eitthvað þarf að breytast
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Englandsmeistara Chelsea, er ekki sáttur með leikjaálagið á Englandi.

Chelsea spilar gegn Qarabag frá Aserbaídsjan í Meistaradeildinni á morgun, miðvikudag.

Ferðalagið til Aserbaídsjan er langt og erfitt, en Chelsea kemur aftur heim á fimmtudag og fær aðeins einn dag til að undirbúa sig fyrir stórleikinn gegn Liverpool á laugardag.

Liverpool er að spila í kvöld og fær aukadag til að undirbúa sig.

„Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem þetta gerist, þetta kemur mér á óvart," sagði Conte í dag. „Þegar við spiluðum gegn Manchester City, þá höfðum við spilað á útivelli gegn Atletico Madrid á miðvikudegi og komið aftur til London á fimmtudegi. Síðan spiluðum við gegn City á laugardegi, en þeir höfðu spilað í Meistaradeildinni degi fyrr en við," sagði Conte.

„Núna er Liverpool að spila á þriðjudegi og við miðvikudegi, gegn Qarabag, langt ferðalag, löng ferð."

„England þarf að skila vandamálið og breyta einhverju. Það þarf að sýna okkur einhverja virðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner