þri 21. nóvember 2017 13:13
Elvar Geir Magnússon
Dybala: Get ekki útilokað að þetta verði mitt síðasta tímabil í Tórínó
Dybala er geggjaður fótboltamaður.
Dybala er geggjaður fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Paulo Dybala segist ekki vilja útiloka það að hann fari frá Juventus næsta sumar. Þá viðurkennir hann að hann sakni Paul Pogba.

Dybala hefur verið orðaður við Manchester United, Barcelona og Real Madrid en hann hefur verið magnaður fyrir Juve síðan hann kom til félagsins 2015.

Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur skorað 56 mörk í 112 leikjum fyrir Juve og hjálpað liðinu að vinna tvo ítalska meistaratitla. Hann hefur skorað 13 mörk í 18 leikjum.

„Ég veit ekki hvort ég verði hjá Juventus alla ævi, ég get ekki einu sinni útilokað það að þetta verði mitt síðasta tímabil í Tórínó. Metnaður minn liggur í því að vinna allt. Fótboltinn er skrítinn og maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni," segir Dybala.

Dybala var lykilmaður þegar Juventus komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en hann náði ekki að finna sig í úrslitaleiknum þar sem Real Madrid vann 4-1.

Einn besti vinur Dybala er Paul Pogba, sóknarmaður United.

„Ég verð að viðurkenna það að ég sakna Pogba. Hann er góður vinur minn og við náum vel saman innan og utan vallar," segir Dybala.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner