Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville spáði fyrir um hrun Liverpool
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, spáði fyrir um algjört hrun Liverpool gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool var 3-0 yfir í hálfleik, en leikurinn sem fram fór í Andalúsíu endaði með 3-3 jafntefli.

Flestir bjuggust við því að Liverpool myndi ganga frá leiknum í seinni hálfleiknum, en ekki alllir.

Þegar Roberto Firmino kom Liverpool í 3-0 fór Neville á Twitter og spáði því að Sevilla myndi koma til baka og jafna í 3-3 sem svo gerðist. Þegar Sevilla minnkaði muninn í 3-2 hélt Neville því reyndar fram að spænska liðið myndi vinna 4-3.

Þar gekk hann aðeins of langt, en hann má eiga það að hann spáði því rétt að Liverpool myndi ekki ná að halda í forystuna.





Athugasemdir
banner
banner
banner