banner
   þri 21. nóvember 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard í liði aldarinnar - Valinn fram yfir Zidane
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, kemst í „lið aldarinnar" sem UEFA setti saman á dögunum.

Gerrard er annar af tveimur leikmönnum í liðinu sem spilaði aldrei fyrir Barcelona eða Real Madrid á ferli sínum. Hinn leikmaðurinn er Philipp Lahm, fyrrum fyrirliði Bayern München.

UEFA setti lið saman af leikmönnum sem hafa oftast hafa verið í „liði ársins", en mesta athygli vekur að Gerrard er í liðinu á kostnað Zinedine Zidane, Kaka og Ronaldinho. Hann hefur fengið fleiri tilnefningar í lið ársins en þeir þrír, Zidane, Kaka og Ronaldinho.

Iker Casillas er í markinu og fyrir framan hann í vörninni eru Sergio Ramos, Gerard Pique, Carles Puyol og áðurnefndur Philipp Lahm. Xavi, Andres Iniesta og Gerrard eru á miðjunni og í fremstu víglínu eru Thierry Henry, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Hér að neðan er liðið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner